Mannskaði í sprengingu í Tékklandi

Verksmiðjan er í bænum Kralupy-nad-Vltavou skammt norður af Prag.
Verksmiðjan er í bænum Kralupy-nad-Vltavou skammt norður af Prag. Kort/Google

Að minnsta kosti sex eru látnir og nokkrir eru alvarlega slasaðir eftir sprengingu í efnaverksmiðju í norðurhluta Tékklands í dag. Verksmiðjan er í bænum Kralupy-nad-Vltavou.

„Við höfum fengið upplýsingar um að sex séu látnir og nokkrir alvarlega slasaðir,“ segir talsmaður slökkviliðsins á staðnum. 

Tveir slösuðust í sprengingu í sömu verksmiðju árið 2015. Verksmiðjan er í eigu pólska fyrirtækisins Synthos og framleiðir efni sem notuð eru í gúmmí og plast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert