Þyrla hrapaði yfir kóralrifum

Kóralrifin miklu undan ströndum Ástralíu eru vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Kóralrifin miklu undan ströndum Ástralíu eru vinsæll viðkomustaður ferðamanna. AFP

Tveir bandarískir ferðamenn, karl og kona, létust er þyrla hrapaði yfir kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu í dag. Þyrlan var að lenda á nokkurs konar flotbryggju er hún hrapaði. Þrír aðrir voru um borð og komust þeir lífs af. 

Karlinn sem lést var 79 ára og konan 65 ára. 

Lögreglan segir að málið verði rannsakað ítarlega. Ekki er vitað hvers vegna þyrlan hrapaði en lögreglan segir að viðhald vélarinnar verði m.a. tekið til rannsóknar.

Fólk sem varð vitni að hrapi þyrlunnar aðstoðaði við að koma farþegum og flugmanni til bjargar úr sjónum. Það tók björgunaraðilanum klukkustund að komast á staðinn. Lífgunartilraunir á parinu báru ekki árangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert