Þrettán fórust í eldsvoða

Þrettán létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Ho Chi Minh í Víetnam snemma í morgun. Eldurinn í  Carina Plaza braust út um miðnætti á neðstu hæðum hússins. Hann breiddist svo hratt út til efri hæðanna. 

Talið er að fólkið hafi kafnað er það reyndi að flýja úr íbúðum sínum á efri hæðum hússins. 

Enn er ekki ljóst hvað olli eldinum. 

Á myndum sem sjónarvottar tóku á staðnum mátti sjá slökkviliðsmenn bjarga fólki af svölum hússins og að mikinn svartan reyk lagði frá húsinu.

Töluverðan tíma tók að slökkva eldinn og þar sem lygnt var lá reykjarmökkur yfir svæðinu í marga klukkutíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert