Tugir féllu í árásum Rússa

Barn liggur í sjúkrarúmi í bænum Zamalka í Ghouta-héraði í …
Barn liggur í sjúkrarúmi í bænum Zamalka í Ghouta-héraði í gær. Bærinn er eitt þeirra svæða í héraðinu sem enn er á valdi uppreisnarhópa og hafa Rússar og Sýrlandsher gert ítrekaðar loftárásir þar síðustu klukkustundir. AFP

Að minnsta kosti 37 almennir borgarar fórust í loftárásum sem rússneskar hersveitir gerðu í austurhluta Ghouta-héraðs í Sýrlandi í dag. Í gær hófst brottflutningur hópa uppreisnarmanna af svæðinu en samkomulag hafði náðst milli þeirra og stjórnarherinn þar að lútandi. Uppreisnarmennirnir voru fluttir til Idlib-héraðs.

Samkvæmt upplýsingum eftirlits- og mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights hafast almennir borgarar við í kjöllurum húsa á svæðinu. Í árásunum brunnu þeir til bana eða köfnuðu. 

Rússar hafa neitað því að taka þátt í loftárásum í austurhluta Ghouta-héraðs. Eftirlitssamtökin segjast byggja fréttir sínar af árásum þeirra af frásögnum sjónarvotta á vettvangi, af greiningu á loftförum og vopnum sem notuð eru og fleiri þáttum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert