Sjö farast í átökum við lögreglu

Brasilískir hermenn í eftirlitsferð um Kennedy fátækrahverfið í Rio de …
Brasilískir hermenn í eftirlitsferð um Kennedy fátækrahverfið í Rio de Janeiro. Brasilísk stjórnvöld fyrirskipuðu um miðjan síðasta mánuð að her landsins tæki yfir stjórn á öryggislögreglunni í Rio de Janeiro í tilraun til að draga úr ofbeldi fíkniefnagengja í borginni. AFP

Sjö manns hið minnsta létust  og nokkrir til viðbótar slösuðust í átökum við lögreglu í Rochina fátækrahverfinu í Rio de Janeiro í dag.

Reuters hefur eftir lögreglu að atvikið hafi átt sér stað þegar lögreglubíll varð fyrir árás. Ættingjar hinna látnu draga þá skýringu hins vegar í efa í samtali við brasilíska fjölmiðla.

Að sögn lögreglunnar héldu lögreglumenn inn í Rochina fátækrahverfið í leit að einstaklingum sem grunaðir voru um morð á lögreglumanni fyrr í vikunni og segja þeir hald hafa verið lagt á ýmiskonar vopn, m.a. tvær handsprengjur, í aðgerðinni í dag.

Brasilísk stjórnvöld fyrirskipuðu um miðjan síðasta mánuð að her landsins tæki yfir stjórn á öryggislögreglunni í Rio de Janeiro í tilraun til að draga úr ofbeldi fíkniefnagengja í borginni.

Glæpir hafa lengi vel verið tíðir í borginni, en glæpatíðni hefur þó náð nýjum hæðum á undanförnum árum og fjölgaði morðum um 8% á síðasta ári og 26% milli árana 2015 og 2016.

Yfirtaka hersins á öryggissveitunum hefur ekki verið óumdeild og í síðustu viku var Marielle Franco, borgarfulltrúi í Ríó myrt. Telja margir að morðið á henni eiga sér pólitískar rætur, en Franco gagnrýndi harkalega lögregluofbeldi í borginni sem að margir segja hafa versnað með yfirtöku hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert