Lést í eldsvoða í London

Mynd af Twitter-síðu slökkviliðsins í London af brunanum.
Mynd af Twitter-síðu slökkviliðsins í London af brunanum. Slökkviliðið í London

Kona lést í eldsvoða á heimili fyrir fólk sem glímir við námsörðugleika í London í nótt. Átta íbúum og fjórum starfsmönnum tókst að komast út úr brennandi húsinu áður en slökkvilið kom á vettvang.

Samkvæmt frétt BBC varð eldsins vart klukkan 2:15 í nótt í Connington Crescent, sem er í Chingford. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru tvær hæðir og þak hússins logandi. Ekki er vitað hvort konan, sem var úrskurðuð látin á staðnum, hafi verið íbúi eða starfsmaður á  heimilinu. Yfir 70 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu en því er ekki enn lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert