Elsta manneskja heims látin

Nabi Tajima á sjúkrahúsinu í Japan.
Nabi Tajima á sjúkrahúsinu í Japan. AFP

Japönsk kona sem fæddist árið 1900, og var talin elsta manneskja heims, lést á sjúkrahúsi á eyjunni Kikaijima í Japan í gær. Reuters greinir frá.

Guinness World Records var að vinna að staðfestingu þess að Nabi Tajima væri í raun elsta manneskja heims eftir að Violet Brown frá Jamaíka lést 117 ára gömul á síðasta ári.

Stofnunin staðfesti fyrr í mánuðinum að 112 ára gamall japanskur maður, Masazo Nonaka, væri elsti maður heims.

Á síðasta ári voru 67.824 manneskjur í Kína eldri en 100 ára gamlar, en árið 1963 voru þær aðeins 153.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert