Fyrsta konan til að ná kjöri

Andrea Nahles hefur verið kjörin formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins.
Andrea Nahles hefur verið kjörin formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins. AFP

Andrea Nahles var kjörinn leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi í dag, fyrst kvenna í 155 ára sögu flokksins.

Nahles, sem er 47 ára, er fyrrverandi atvinnumálaráðherra Þýskalands.

„Við erum að brjótast í gegnum glerþak Jafnaðarmannaflokksins,“ sagði Nahles á fundi flokksins í Wiesbaden. „Og glerþakið mun haldast opið.“

Hún hlaut 66 prósent atkvæða og bar þar með sigurorð af Simone Lange, fyrrverandi lögregluþjóni og borgarstjóra í Flensborg.

Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands sem hættir nú sem starfandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, sagði kjör konu í stöðuna hafa verið löngu tímabært og bætti við að stundin væri söguleg.

Andrea Nahles ásamt flokksbróður sínum Martin Schulz í Wiesbaden í …
Andrea Nahles ásamt flokksbróður sínum Martin Schulz í Wiesbaden í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert