Handtekinn eftir sjónvarpsfundinn

Nikol Pashinyan á fundinum þar sem hann bað ráðherrann um …
Nikol Pashinyan á fundinum þar sem hann bað ráðherrann um að segja af sér. AFP

Lögreglan í Armeníu hefur handtekið þingmann stjórnarandstöðunnar sem hefur farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum sem hafa staðið yfir í landinu að undanförnu. 

Þingmaðurinn Nikol Pashinyan var handtekinn eftir að forsætisráðherra landsins, Serzh Sargsyan, gekk út af fundi þeirra sem var sýndur í beinni útsendingu. 

Á fundinum, sem stóð aðeins yfir í þrjár mínútur, krafðistPashinyan þess að ráðherrann myndi segja af sér. Sargsyan sagði hins vegar kröfuna ekki vera neitt annað en fjárkúgun og gekk út. 

Serzh Sargsyan, forsætisráðherra landsins, fékk nóg eftir þrjár mínútur og …
Serzh Sargsyan, forsætisráðherra landsins, fékk nóg eftir þrjár mínútur og gekk út. AFP

Stjórnarandstaðan í landinu heldur því fram að nýleg breyting á stjórnarskrá landsins sé tilraun Sargsyan til að vera áfram við völd. 

Þingið samþykkti breytinguna sl. þriðjudag. Hún eflir forsætisráðuneytið, en tók við embættinu í síðustu viku. Hann hafði verið forseti í tvö kjörtímabil þegar hann steig til hliðar og tók við ráðherraembættinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert