Hnetudrottningarsystur segja af sér

Ein flugvéla Korean Air.
Ein flugvéla Korean Air. AFP

Framkvæmdastjóri Korean Air hefur tilkynnt það að dætur hans ætli að segja af störfum innan fyrirtækisins eftir aðskilin atvik sem hafa vakið grun um valdamisnotkun innan fyrirtækisins. BBC greinir frá. 

Lögreglan hefur nú til rannsóknar atvik þar sem yngri systirin, Cho Hyun-min, á að hafa skvett vatni framan í samstarfsaðila sinn og grítt flösku í vegg í reiðiskasti.

Þá hefur eldri systir hennar, Cho Hyun-ah, setið í fangelsi fyrir atvik árið 2014 þar sem seinka þurfti brottför flugvélar vegna þess að hún trompaðist því hún fékk hnetur í poka en ekki í skál. Síðan þá hefur hún gjarnan gengið undir viðurnefninu „hnetudrottningin“.

Í yfirlýsingu baðst Cho Yang-ho afsökunar á hegðun dætra sinna, og sagði að þær hefðu verið leystar frá skyldustörfum sínum innan fyrirtækisins.

Cho Hyun-ah umkringd blaðamönnum.
Cho Hyun-ah umkringd blaðamönnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert