Marghliða samvinna lykilatriði

Kjarnorkusamkomulag við Íran, yfirvofandi tollastríð og marghliða samvinna er meðal þess sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun ræða við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, næstu daga. Þriggja daga opinber heimsókn Frakklandsforseta til Bandaríkjanna hófst í dag.  

Macron hefur lagt áherslu á hversu mikilvæg heimsóknin er að mörgu leyti. Macron segir að ríkin tvö, Frakkland og Bandaríkin, beri sérstaka ábyrgð á að leiða marghliða samvinnu ríkja að ýmsum málum sem snúa að alþjóðasamskiptum. 

Trump tók vel á móti Macron og heilsuðust þeir að frönskum sið með kossi á hvora kinn. 

Gera má ráð fyrir að þar fari hæst innflutningstollar á stál og ál sem Trump hyggst koma á. Þá hefur Macron einnig hvatt Trump til að halda sig við kjarn­orku­samn­ing­inn við Íran og sagði hann að eng­inn betri val­kost­ur væri í boði. Trump hef­ur hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagfæri ekki það sem hann telur gallað við samninginn muni hann ekki virða samn­ing­inn og beita viðskiptaþvingunum gegn Íran á ný.

Melania Trump, Donald Trump Bandaríkjaforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Brigitte …
Melania Trump, Donald Trump Bandaríkjaforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Brigitte Macron við upphaf þriggja daga opinberrar heimsóknar Macron til Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert