Rýmdu Mont-Saint-Michel vegna hótana

Mont-Saint-Michel.
Mont-Saint-Michel. AFP

Franska lögreglan hefur handtekið mann sem er sakaður um að hafa hótað að ráðast á lögreglu í Mont-Saint-Michel. Hótunin varð til þess að lögregla rýmdi þennan þekkta og fjölsótta ferðamannastað í gær.

Mont-Saint-Michel, klettur heilags Mikjáls, á landamærum Normandí og Bretagne-héraðs, er á heimsminjaskrá UNESCO og varð að loka fyrir aðgengi þangað í nokkrar klukkustundir eftir að fararstjóri tilkynnti um hótanir mannsins í rútu með ferðamönnum. Maðurinn hélt hótunum sínum áfram og réðst á eiganda kaffihúss  á eyjunni. Hann var síðan handtekinn skammt frá borginni Caen í gærkvöldi. 

Maðurinn, sem er 36 ára gamall, hefur ítrekað komist í kast við lögin. Meðal annars fyrir fíkniefnaviðskipti og akstur án ökuréttinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert