Flóðaviðvaranir í Svíþjóð

Veðrið hefur leikið við íbúa Svíþjóðar undanfarna daga.
Veðrið hefur leikið við íbúa Svíþjóðar undanfarna daga. AFP

Veðurstofa Svíþjóðar hefur gefið út viðvörun vegna mikillar flóðahættu í Gävleborg, sérstaklega í nágrenni Norrala-árinnar. Talið er að ár á svæðinu geti vaxið mjög hratt vegna mikillar hlýnunar undanfarna daga. Óttast er að vatnshæðin verði sú mesta í hálfa öld.

Almannavarnir, slökkvilið og björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en um helgina var unnið að því að treysta flóðavarnir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mjög hlýtt hefur verið í veðri í Svíþjóð undanfarið og hefur snjó tekið hratt upp.

Í Söderhamn hefur víða flætt inn í kjallara og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að dæla upp úr þeim fyrir íbúa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert