13 skólabörn létust í bílslysi

Umferðarslys eru tíð á Indalandi, meðal annars vegna lítils viðhalds …
Umferðarslys eru tíð á Indalandi, meðal annars vegna lítils viðhalds vega og ökutækja. Kort/Google

Þrettán börn létust þegar skólabíll varð fyrir lest í Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands, en bíllinn var að fara yfir lestarteinana þegar slysið varð. Ekki er vitað hve mörg börn voru í skólabílnum. BBC greinir frá.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan 24 börn létust þegar rúta sem þau voru um borð í féll ofan í gljúfur í Himachal Pradesh-ríki.

Umferðarslys eru tíð á Indlandi, gjarnan vegna lélegrar kunnáttu ökumanna og lítils viðhalds vega og ökutækja.

Yfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á slysinu og vottað fjölskyldum þeirra sem létust samúð sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert