48 teknir af lífi á 4 mánuðum

Konungur Sádi-Arabíu, Salman bin Abdulaziz.
Konungur Sádi-Arabíu, Salman bin Abdulaziz. AFP

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa tekið 48 af lífi undanfarna fjóra mánuði. Helmingur þeirra hafði ekki framið ofbeldisglæp en gerst sekur um fíkniefnalagabrot. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Human Rights Watch. Hvetja mannréttindasamtökin stjórnvöld til þess að bæta einstaklega óréttlátt dómskerfi.

Þar kemur fram að fjölmargir fangar séu á dauðadeildum fangelsa í Sádi-Arabíu fyrir fíkniefnalagabrot. Fá ríki í heiminum taka jafnmarga af lífi ár hvert og Sádi-Arabía.

Sarah Leah Whitson, sem fer með málefni Mið-Austurlanda hjá HRW, segir að það sé nógu slæmt að Sádi-Arabía skuli taka svo marga af lífi og raun ber vitni. En það sem sé verra er að margir þeirra hafi ekki einu sinni gerst sekir um ofbeldi. 

HRW segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi tekið tæplega 600 manns af lífi frá því í ársbyrjun 2014 og yfir þriðjungur þeirra hafi brotið fíkniefnalöggjöfina. Í fyrra voru aftökurnar tæplega 150 talsins. Í Sádi-Arabíu eru fangar teknir af lífi með því að afhöfða þá með sverði. Ekki ósvipað því og vígasamtökin Ríki íslams gerðu í Sýrlandi og Írak.

Krónprinsinn, Mohammed bin Salman, lagði til fyrr í mánuðinum að breyta refsirammanum úr dauðadómi í lífstíðarfangelsi í öðrum málum en morðmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert