Húðflúr öðlast nýja merkingu

Hann er með húðflúr sem er einfalt að sjá en fyrir honum er það svo miklu meira. „Life“ eða lífið er húðflúrað á handlegg Franck Dufourmantelle. Í september 2016 voru honum gefnar innan við 1% líkur á að lifa af eftir að dós með kemískum efnum sprakk í höndum hans.

Dufourmantelle er 34 ára gamall sérfræðingur á rannsóknarstofu í frönsku borginni Amiens og atvikið átti sér stað í vinnunni. Brunasár þöktu 95% líkama hans. Einu líkamshlutarnir sem sluppu voru lífbein, fætur og andlit. Auk húðflúrsins „Life“ sem nú er rammað inn í bleik ör. 

Tvíburarnir Eric og Franck Dufourmantelle.
Tvíburarnir Eric og Franck Dufourmantelle. AFP

Átján mánuðum síðar, þökk sé húð tvíburabróður hans, Eric, sem grædd var á hann, hefur Franck náð undraverðum bata og lífið blasir við með nýju lífi en Franck á von á barni. 

Aldrei fyrr hefur tekist að græða jafn mikið af húð á einstakling eftir bruna áður. Því það er ekki bara húð Erics sem var notuð heldur einnig húð frá látnum einstaklingum. Það að Franck væri tvíburi skipti sköpum því það er nánast óhugsandi að líkami hafni húð frá einstaklingi sem ber nánast sama genamengi og viðkomandi. Þetta hafði aftur á móti aldrei verið reynt áður en áður hafði tekist að græða húð á 6-68% hluta líkama. Í tilviki Franck er um að ræða 95%.

Franck Dufourmantelle.
Franck Dufourmantelle. AFP

Áður en húðin var grædd á var hún sett í sérstaka vél sem strekkti á húðinni svo hún næði yfir stærra svæði. 

Í dag er Eric aðeins með nokkur ör á bakinu um húðflutningana. Eðlilega eru ummerkin meiri á líkama Franck en húð hans er mjög viðkvæm og eins og hann segir: „Þetta er eins og að vera klæddur í samfesting.“ 

Næstu árin verður hann í endurhæfingu, þar á meðal í gufubaðsmeðferðum næstu 10-20 árin. En hann getur þegar skrifað og borðað með hægri hendinni. Hann getur jafnvel hlaupið stuttar vegalengdir en ekki stundað bardagaíþróttir eins og hann gerði fyrir slysið. 

Franck Dufourmantelle var með brunasár á 95% líkamans.
Franck Dufourmantelle var með brunasár á 95% líkamans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert