Sæþotur notaðar við smyglið

Fjölmargir lögreglumenn komu að aðgerðinni, bæði frá spænsku lögreglunni og …
Fjölmargir lögreglumenn komu að aðgerðinni, bæði frá spænsku lögreglunni og Europol. Europol

Skipulögð glæpastarfsemi tekur á sig ýmsar myndir en nýverið var starfsemi slíks hóps í Marokkó stöðvuð í sameiginlegum aðgerðum spænsku lögreglunnar og Europol. Sá sérhæfði sig í að smygla fólki og kannabis á sæþotum yfir Miðjarðarhafið.

Alls voru 19 Marokkóbúar handteknir á Spáni og hald lagt á ýmiskonar búnað og tölvugögn. Í tilkynningu frá Europol kemur fram að lykilmenn glæpahópsins eru allir frá Marokkó en eru búsettir víða í Evrópu. Flestir í Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Farandfólkið fékk fölsuð skilríki og smyglað frá spænsku borginni Ceuta við Norðurströnd Afríku og siglt með það yfir til Gíbraltarsund til meginlands Evrópu en aðeins 14,3 km skilja að. Þaðan var fólkið sent til ættingja og vina í Frakklandi, Ítalíu og Spánar. Sami háttur var hafður á við fíkniefnasmyglið, einkum kannabis, frá Marokkó til Spánar.

Samkvæmt gögnum frá Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex, var fólkinu og eiturlyfjunum smyglað með sæþotum sem er orðin þekkt smyglaðferð á Gíbraltarsundi. Yfirleitt eru það ættingjar í Evrópu sem kosta ferðalagið fyrir unga Marokkóbúa sem vilja komast til Evrópu og setjast þar að. 

Hægt er að lesa nánar um aðgerðina á vef Europol

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert