Trump misritaði nafn eiginkonunnar

Fyrsta færslan um líðan forsetafrúarinnar. Þar misritaði Trump nafn eiginkonunnar.
Fyrsta færslan um líðan forsetafrúarinnar. Þar misritaði Trump nafn eiginkonunnar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði heimkomu eiginkonu sinnar af sjúkrahúsi í færslu á Twitter. Ekki vildi þó betur til en svo að hann misritaði nafn hennar og skrifaði „Melanie“ í stað „Melania“. 

„Frábært að fá forsetafrúna aftur heim í Hvíta húsið,“ skrifaði Trump. „Melanie líður vel og hefur það gott.“ Færslunni, með misrituninni, var eytt fljótlega og önnur sambærileg, þar sem nafn hennar var rétt ritað sett inn.

Melania Trump var útskrifuð af sjúkrahúsi í gær og segir talsmaður Hvíta hússins að hún sé nú að hvíla sig. Hún er sögð hafa gengist undir aðgerð á nýrum og dvaldi í kjölfarið á sjúkrahúsi í fimm daga. 

Hér að neðan má sjá færsluna sem Trump setti inn, leiðrétta.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert