Fyrstu opinberu brúðkaupsmyndirnar

Harry og Meghan ásamt frændsystkinum prinsins. Efri röð frá vinstri: …
Harry og Meghan ásamt frændsystkinum prinsins. Efri röð frá vinstri: Yngissveinn Brian Mulroney, yngismær Remi Litt, yngismær Rylan Litt, yngissveinn Jasper Dyer, prins George af Cambridge, yngismær Ivy Mulroney, yngissveinn John Mulroney. Neðri röð frá vinstri: Yngismær Zalie Warren, Charlotte prinsessa af Cambridge og yngismær Florence van Cutsem. AFP

Fyrstu opinberu brúðkaupsmyndirnar af hjónunum nýgiftu, hertogahjónunum af Sussex, voru birtar í dag. Myndirnar eru teknar af ljósmyndaranum Alexi Lubomirski í svokölluðum Græna sal í Windsor-kastala. Myndirnar voru teknar að athöfn lokinni á laugardag. 

Myndirnar eru meðal annars aðgengilegar á Facebook-síðu bresku konungsfjölskyldunnar. Þar er einnig að finna tilkynningu frá brúðhjónunum þar sem þau þakka öllum þeim sem tóku þátt í brúðkaupsfögnuðinum á laugardag. 

Lubomirski hefur myndað fyrir tískutímarit á borð við Vogue og Harpers Bazaar og hefur myndað fjölmargar stórstjörnur, þar á meðal Beyoncé, Juliu Roberts, Nicole Kidman og Scarlett Johansson. 

Stórfjölskyldan sameinuð á brúðakaupsdegi hertogahjónanna af Sussex.
Stórfjölskyldan sameinuð á brúðakaupsdegi hertogahjónanna af Sussex. AFP

Myndirnar eru þrjár talsins, tvær fjölskyldumyndir og ein hjónamynd í svarthvítu. Á annarri hópmyndinni eru allir helstu meðlimir konungsfjölskyldunnar, það er brúðhjónin sjálf ásamt móður Meghan, Doria Ragland. Elísabet drottning og Filippus prins, Karl Bretaprins og og eiginkona hans Camilla og hertogahjónin af Cambridge, ásamt börnunum sem tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Georg og Karlotta börn Vilhjálms og Katrínar. 

Í tilkynningu frá brúðhjónunum kemur einnig fram að þau telja sig vera afar heppin að hafa fengið að deila stóra deginum með öllum þeim sem gerðu sér ferð að Windsor-kastala og þeim sem fylgdust með athöfninni í sjónvarpi um heim allan.

Brúðhjónin þakka einnig fyrir allar kveðjurnar sem þeim hafa borist.

Harry og Meghan á rómantískum nótum á austur-svölunum í Windsor …
Harry og Meghan á rómantískum nótum á austur-svölunum í Windsor kastala. Ljósmynd/Alexo Lubomirski /Breska konungsfjölskyldan



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert