Með full yfirráð yfir Damaskus

Sýrlenskir borgarar sem hefur verið haldið í gíslingu í Ishtabraq …
Sýrlenskir borgarar sem hefur verið haldið í gíslingu í Ishtabraq frá árinu 2015. AFP

Sýrlenski herinn hefur náð fullum yfirráðum yfir höfuðborg landsins, Damaskus, og úthverfum að því er segir í tilkynningu. Allir liðsmenn vígasamtakanna Ríki íslams hafa verið hraktir á brott, samkvæmt tilkynningunni sem lesin var upp í ríkisfjölmiðlum.

Að sögn stjórnvalda hefur herinn náð flóttamannabúðunum Yarmuk á sitt vald sem og Hajar al-Aswad hverfinu. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í rúm sjö ár. 

Tilkynning hersins var send út skömmu eftir að hundruð vígamanna og ættmenna þeirra fengu að yfirgefa Yarmuk að sögn mannúðarsamtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

Ríkisstjórnin neitar því hins vegar að hafa gert samkomulag við Ríki íslams um að liðsmenn samtakanna og ættingjar þeirra. Aðeins hafi verið um stutt vopnahlé að ræða til þess að hleypa bílalest með konum og börnum af svæðinu.

AFP
Almennir borgarar fengu að fara gegn því að vígamenn og …
Almennir borgarar fengu að fara gegn því að vígamenn og fjölskyldur þeirra yfirgæfu svæðin sem þeir réðu yfir. AFP
Íbúar Yarmuk flóttamannabúðanna eru palestínskir flóttamenn sem flúðu til Sýrlands …
Íbúar Yarmuk flóttamannabúðanna eru palestínskir flóttamenn sem flúðu til Sýrlands undan Ísraelsmönnum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert