Myrtur í miðborg Gautaborgar

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Sænska lögreglan telur að maður sem skotinn var til bana í miðborg Gautaborgar tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

Lögreglan var kölluð út í Guldheden-hverfið á níunda tímanum í gærkvöldi en þar hafði maður verið skotinn til bana í bifreið.

Að sögn vitna forðuðu tveir menn sér að vettvangi á bláum bíl skömmu eftir að skothvellir höfðu heyrst. Þau segja að árásarmaðurinn hafi verið með grímu fyrir andlitinu og virtist þeim að hann hefði skotið manninn með sjálfvirkum riffli.

Fjölskylda mannsins sem var skotinn til bana hefur verið tilkynnt um andlátið og morðrannsókn hafin.

Annar maður er þungt haldinn á sjúkrahúsi í Gautaborg eftir skotárás í Mölndal, suður af Gautaborg, seint í gærkvöldi. Lögregla telur að ekki séu tengsl á milli árásanna.

Aftonbladet

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert