Var njósnað um Trump?

AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvort alríkislögreglan (FBI) hafi njósnað um Donald Trump forseta landsins í kosningabaráttunni árið 2016. 

Í færslu á Twitter segir Trump að hann vilji fá að vita hvort forveri hans í starfi hafi fyrirskipað njósnir um forsetaframbjóðandann á sínum tíma. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI hafi komið njósnurum fyrir í kosningateymum frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. 

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að ef þetta er rétt verði gripið til viðeigandi aðgerða.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert