Um 400 strandaglópar í eyðimörkinni

Frá Sahara-eyðimörkinni.
Frá Sahara-eyðimörkinni. AFP

Um 400 flóttamenn, án mikils vatns og matar, fundust í björgunaraðgerð í Sahara-eyðimörkinni í síðustu viku að því er alþjóðlega flóttamannaskrifstofan, Office of Migrations (IOM), upplýsir. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að flóttamennirnir hafi verið að minnsta kosti 386 strandaglópar hafi fundist í eyðimörkinni í Níger. Allir eru þeir frá öðrum löndum. Fólkið var með lítinn mat og lítið vatn meðferðis og hafði ekki persónuskilríki á sér. 

Björgunarlið hafði verið sent til leitar að fólkinu í eyðimörkinni. Það fannst svo skammt frá landamærunum að Alsír.

Ekki kemur fram í yfirlýsingu stofnunarinnar frá hvaða löndum fólkið er eða hvernig það stóð á því að það týndist í eyðimörkinni. Fólkið var flutt í móttökumiðstöð fyrir flóttafólk. Þaðan verður fólkið svo sent til síns heima.

Stofnunin segist hafa farið í átján sambærilega björgunarleiðangra það sem af er ári og að í þeim hafi um 3.000 manns verið komið til bjargar.

Níger er orðið að miðpunkti leiðar afrísks flótta- og förufólk sem freistar þess að komast að Miðjarðarhafinu og þaðan til Evrópu.

Leiðin er hættuleg. Farartæki sem flytja fólkið bila þar oft. Þá er vatn og matur af skornum skammti og smyglararnir, sem fólkið stólar á, eiga það til að skilja það eftir í eyðimörkinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert