Reisa lengstu kattheldu girðingu í heimi

Talið er að á milli 10 og 20 milljónir villikatta …
Talið er að á milli 10 og 20 milljónir villikatta séu í Ástralíu. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Náttúrulífssamtök í Ástralíu hafa nú reist girðingu, sem talin er vera lengsta katthelda girðing í heimi. Girðingunni, sem er með rafmagni og nær um 44 km stórt svæði í miðhluta Ástralíu, er ætlað að vernda dýr og gróður fyrir villiköttum.

Hvergi í heiminum eru fleiri dýra- og gróðurtegundir í útrýmingarhættu og hafa nýjar dýrategundir á borð við ketti, refi og kanínur, sem ekki eru náttúrlegar ástralskri fánu, átt stóran þátt í útrýmingu ástralskra tegunda.

„Í Ástralíu er engin áhrifamikil aðferð til að hafa stjórn á köttum,“ segir Attius Fleming, formaður Australia Wildlife Fund (AWF) í samtali við AFP-fréttastofuna. „Eina leiðin til að bjarga þeim dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu er að koma á fót risastórum kattalausum svæðum með notkun verndargirðinga.“

Verkefnið er að hluta fjármagnað af ríki og með framlögum frá almenningi og segir verið að fjarlægja Fleming ketti og önnur rándýr af svæðunum sem um ræðir og að áströlsk dýr í útrýmingarhættu verði flutt þangað á næsta ári. Með þeirra dýra sem búa eiga innan girðingarinnar eru eru ýmsar smágerðar pokadýrategundir á borð við quoll, numbat og bilby.

Til stendur að útvíkka afgirta svæðið árið 2020 þannig að það nái þá yfir 100.000 hektara.

Talið er að á milli 10 og 20 milljónir villikatta séu nú í Ástralíu. Þeir komu fyrst til Ástralíu með breskum innflytjendum á 18. öld  sem heimilisdýr.

Bilby er af pokadýraætt og er ein þeirra dýrategunda sem …
Bilby er af pokadýraætt og er ein þeirra dýrategunda sem þrífast á innan kattheldu girðingarinnar. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert