Beitti þúsundir nemenda kynferðsofbeldi

University of Southern California á yfir höfði sér hópmálsóknir frá …
University of Southern California á yfir höfði sér hópmálsóknir frá þúsundum kvenna vegna kvensjúkdómalæknis skólans, sem sakaður er um að hafa beitt nemendur kynferðisofbeldi áratugum saman. AFP

Rektor háskóla í Kaliforníu sagði af sér í dag, en skólinn á nú yfir höfði sér tvær hópmálsóknir frá þúsundum kvenna vegna kvensjúkdómalæknis skólans, sem sakaður er um að hafa beitt nemendur kynferðisofbeldi áratugum saman.

Konurnar segja allar lækninn, George Tyndall, um hafa nýtt sér aðstöðu sína til að áreita þær ítrekað kynferðislega, m.a. með því að rannsaka þær með óviðeigandi hætti og með því að grípa í brjóst þeirra. Þá er hann sagður hafa myndað konurnar án leyfis.

Er háskólinn, University of Southern California, sakaður um að hafa ekki brugðist við ítrekuðum kvörtunum í garð Tyndals.

Rektor skólans, C.L. Max Nikias, sagði svo af sér í gær eftir að tvö hundruð háskólakennarar höfðu krafist afsagnar hans.

„Við höfum móttekið skilaboðin að eitthvað sé að og að nauðsynlegt sé að bregðast við strax,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn skólans vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert