Erum ekki dýr

Claudia Gomez hafði farið til Bandaríkjanna í leit að vinnu.
Claudia Gomez hafði farið til Bandaríkjanna í leit að vinnu. Skjáskot/Twitter

Fjölskylda 19 ára stúlku frá Gvatemala sem var drepinn af bandarískum landamæravörðum hvetja bandarísk stjórnvöld til að draga úr hörku sinni garð hælisleitenda, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti félögum í glæpagengjum sem komið hefðu til landsins sem „dýrum“.

Claudia Gomez var skotin af landamæravörðum í suðurhluta Texas á miðvikudag. Landamæravörðurinn skaut á hóp fólks sem hljóp í átt að honum og er sagt hafa ráðist á hann með „bareflum“ að því er segir í yfirlýsingu frá landamærastofnunni. Var hópinum lýst sem „grunuðum um að vera ólöglegir innflytjendur“.

„Ég bið ríkisstjórn Bandaríkjanna að koma ekki fram við okkur svona – eins og dýr – bara af því að þið eruð valdamikið og þróað ríki,“ sagði frænka stúlkunnar, Dominga Vicente, í samtali við Reuters.

Gomez hafði farið til Bandaríkjanna í leit að vinnu og möguleikanum á að mennta sig.

„Af hverju skaustu stelpuna?“

Utanríkisráðuneyti Gvatemala sagði á fimmtudag að það yrði að virða réttindi hælisleitenda. „Gvatemala harmar ofbeldi og notkun valds af landamæravörðum,“ sagði í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

Sjö mínútna langt myndbandi, sem virðist vera tekið rétt eftir atvikið, hefur fengið mikla útbreiðslu á samfélagsmiðlum. Þar heyrist kona kalla á spænsku „Af hverju skaustu stelpuna? Þú drapst hana!“

Trump sagði í síðustu viku að hann hefði verið að vísa til glæpagengja er hann kallaði suma ólöglega hælisleitendur dýr. Hann varði þá fullyrðingu sína á miðvikudag og bætti þá við að hann væru að vinna að áætlun til að draga þróunaraðstoð til landa sem gerðu ekkert til að stöðva meðlimi MS-13 gengisins í að komast til Bandaríkjanna.

MS-13 glæpagengið er með anga sína í El Salvador, Hondúras og Gvatemala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert