Hápunktur hljóðlátrar byltingar

Leo Varadkar forsætisráðherra Írlands sagði útgönguspár benda til þess að …
Leo Varadkar forsætisráðherra Írlands sagði útgönguspár benda til þess að hljóðlát bylting væri nú að skila árangri. AFP

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, fagnaði „hljóðlátri byltingu“ eftir að útgönguspár bentu til þess að bann við fóstureyðingum verði afnumið á Írlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Benda spár til þess að niðurstaðan verði 68% með lög­leiðingu en 32% gegn, en búist er við að úrslit kosninganna liggi fyrir í kvöld. 

„Það sem við erum að upplifa er hápunktur hljóðlátrar byltingar sem hefur átt sér stað á Írlandi sl. 20 ár,“ sagði Varadkar. Írskir kjósendur treysti konum og virði rétt þeirra til að taka rétta ákvörðun um eigin heilsu.

John McGuirk, talsmaður hóps­ins Save The 8th sem berst gegn lög­leiðingu fóst­ur­eyðinga á Írlandi, viðurkenndi í morgun að and­stæðing­ar lög­leiðing­ar hafi tapað þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert