Átta létu lífið í jarðsprengjuárás

Mynd úr safni af lögregluþjóni að störfum í Kenía.
Mynd úr safni af lögregluþjóni að störfum í Kenía.

Fimm kenískir lögregluþjónar og þrír varaliðsmenn létu lífið í dag þegar bíll þeirra sprakk í loft eftir að hafa ekið yfir heimatilbúna jarðsprengju. Hryðjuverkahópurinn Shabaab er grunaður um ódæðið.

„Átta fulltrúar lögreglu létu lífið í árásinni síðdegis í dag,“ sagði Mohamud Ali Saleh, yfirmaður löggæslumála í norðausturhluta Keníu, en atvikið varð í Wajir í norðausturhluta landsins.

Í frétt AFP segir að notkun heimatilbúinna sprengja af þessum toga sé nokkuð algeng í norður- og austurhluta Keníu, nærri landamærum við Sómalíu þar sem Shabaab-hryðjuverkasamtökin hafa aðsetur. Þau hafa lýst yfir ábyrgð á nokkrum árásum sem þessum síðastliðið ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert