Mannskæður jarðskjálfti í Japan

AFP

Þrír eru látnir, þar á meðal níu ára gömul stúlka, eftir harðan jarðskjálfta í Osaka í Japan. Skjálftinn mældist 6,1 stig og í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar, sá harðasti var 5,3 stig. Nokkrir slösuðust í skjálftunum sem reið yfir um klukkan átta að staðartíma.

AFP

Sjónvarpsmyndir sýna byggingar leika á reiðiskjálfi og vatn sprautast um allt eftir að vatnsleiðslur gáfu sig víða í borginni. Ekki var gefin út flóðaviðvörun eftir skjálftann en lestarsamgöngur voru stöðvaðar og Osaka rafmagnslaus að mestu sem og svæði í kringum borgina.

AFP

Litla stúlkan sem lést bjó í borginni Takatsuki, norður af Osaka, en hún varð undir vegg sem hrundi í eftirskjálfta. Jafnframt lést áttræður maður sem varð undir vegg og þriðja manneskjan varð undir bókahillu á heimili sínu. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert