Þrír látnir eftir lestarslys í Lundúnum

Ljósmynd/AFP

Þrír menn eru látn­ir eft­ir að hafa orðið fyr­ir lest ná­lægt Loug­h­borough í London að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC. Sjúkra­lið var kallað á vett­vang um hálf átta í morg­un að staðar­tíma vegna til­kynn­inga um látið fólk.

Lög­reglu­menn eru enn á vett­vangi og reyna að bera kennsl á lík­in en menn­irn­ir eru tald­ir hafa verið á þrítugs­aldri. Lögreglan hefur staðfest að mennirnir hafi verið látnir í nokkra stund áður en hún mætti á staðinn.

„Við erum enn að reyna finna lest­ina sem lenti á ein­stak­ling­un­um,“ sagði lögreglustjórinn Matt Allingham.

Fjölskyldu eins mannsins hefur verið greint frá fréttunum en unnið er að því að hafa uppi á fjölskyldum hinna tveggja.

Dauðsföll­in eru óút­skýrð á þess­ari stundu og rann­sak­ar lög­regl­an nú hvers vegna menn­irn­ir voru á lest­artein­un­um. Greint hef­ur verið frá því að sprey­brús­ar hafi fund­ist ná­lægt þeim látnu.

„Rann­sókn­art­eymið mitt vinn­ur nú hörðum hönd­um við að skilja hvað gerðist hérna og hvernig and­lát þess­ara þriggja aðila bar að,“ sagði rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn Gary Rich­ard­son við BBC.

Hann bað þá sem voru ná­lægt slysstaðnum í morg­un eða þá sem sáu eitt­hvað sem gæti skipt máli varðandi rann­sókn­ina að hafa sam­band við lög­reglu­yf­ir­völd.

Sam­göngu­yf­ir­völd hafa varað við seink­un­um á lest­ar­ferðum vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Úðabrúsar fundust nálægt þeim látnu.
Úðabrúsar fundust nálægt þeim látnu. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert