Fimm særðir í sprengingu í London

Minni háttar sprenging varð á Southgate-neðanjarðarlestarstöðinni í London í kvöld.
Minni háttar sprenging varð á Southgate-neðanjarðarlestarstöðinni í London í kvöld. Ljósmynd/Twitter

Fimm eru særðir eftir sprengingu sem varð á neðanjarðarlestarstöðinni Southgate í London í kvöld. Að sögn bresku lögreglunnar var sprengingin minni háttar og líklega megi rekja orsök hennar til skammhlaups í raflínu. 

Tveir voru fluttir á sjúkrahús og þrír fengu aðhlynningu á vettvangi. Meiðsli hinna særðu eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. 

Fjöldi fólks var á lestarstöðinni þegar sprengingin varð og greip um sig þó nokkur skelfing um tíma. „Ég var á Southgate-stöðinni þegar lætin byrjuðu. Ég fann brunalykt (eins og gúmmí væri að brenna) og sá fjölda fólks hlaupa að útganginum,“ skrifar einn Twitter-notandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert