Hermaður ákærður fyrir morð

Minnisvarði um Aidan McAnespie við eftirlitsstöðina þar sem hann var …
Minnisvarði um Aidan McAnespie við eftirlitsstöðina þar sem hann var myrtur. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hermaður hers bresku krúnunnar hefur verið ákærður fyrir manndráp sem framið var árið 1988 í bænum Aughnacloy á Norður-Írlandi. Hermaðurinn hefur áður verið ákærður fyrir morðið en málið var lagt niður árið 1990 og kæran dregin tilbaka. Morðið var framið við eftirlitsstöð hersins í bænum en fórnalambið, Aidan McAnespie, var á leið á fótboltaleik.

David Jonathan Holden, nú 48 ára, skaut þrisvar sinnum að McAnespie úr vélbyssu, en hann fullyrðir að hann hafi óvart skotið af byssunni vegna þess að fingur hans voru votir. Samvæmt vef BBC telur fjölskylda McAnespie þó að hann hafi verið myrtur af ásettu ráði í ljósi viðvarandi áreitni gagnvart honum af hálfu hersins fyrir morðið, en McAnespie var írskur þjóðernissinni.

Í skýrslu sem unnin var af „Historical Enquiries“ teymi fyrir um áratug síðan kemur fram að útskýringar Holden á atburðinum hafi verið ólíklegasti möguleikinn. Þó var kæran ekki tekin upp að nýju á þeim tímapunkti. Lögmenn fjölskyldu McAnespie sögðu í dag að fjölskyldan tæki fréttunum um endurupptöku á málinu fagnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert