Óttast að fjöldi manns hafi látist eftir að ferja sökk

Björgunaraðilar á Tobavatni.
Björgunaraðilar á Tobavatni. AFP

Björgunaraðilar í Indónesíu leita nú að meira en 100 manns eftir að ferja sökk í Tobavatni á Samatraeyju í gær. Ferjan hafði leyfi til að sigla með að hámarki 60 farþega en samkvæmt yfirvöldum voru um 130 farþegar um borð þegar hún sökk.

Enn sem komið er hefur átján eftirlifendum verið bjargað úr vatninu en aðstæður eru gífurlega erfiðar. Mikil úrkoma og harðir vindar gera nú björgunaraðilum erfitt fyrir en talið er að um 128 manns sé enn saknað. Tobavatnið er vinsæll ferðamannastaður á Samatraeyju og jafnframt eitt dýpsta stöðuvatn í heimi.

Að því er vefur BBC greinir frá eru sjóslys í Indónesíu tíð og oft mannskæð sökum lélegs aðbúnaðar og skorts á öryggisreglum. Bátsferðir á Tobavatni eru vinsælar á meðal ferðamanna en ferðamannastraumur til Indónesíu er stríðari en vanalega sökum íslömsku Eid hátíðarinnar sem nú stendur yfir.

Talið er að um 100 manns séu enn í vatninu.
Talið er að um 100 manns séu enn í vatninu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert