Vill að Trump reki dómsmálaráðherrann

Jeff Sessions dómsmálaráðherra.
Jeff Sessions dómsmálaráðherra. AFP

Brad Parscale, kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallar eftir því að forsetinn reki Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og endi rannsókn Roberts Mueller á tengslum forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Þetta gerir hann á Twitter.

Parscale segir ómögulegt fyrir forsetann að hindra framgang réttvísinnar enda sé málið falskt frá upphafi. Þetta hafi skýrsla innra eftirlits dómsmálaráðuneytisins sem gefin var út á dögunum. Skýrslan átti að varpa ljósi á rannsókn James Comey, þáverandi yfirmanns FBI, á rannsókn alríkislögreglunnar á tölvupóstnotkun Hillary Clinton forsetaframbjóðanda.

Sessi­ons til­kynnti fyr­ir síðasta sumar að hann hefði sagt sig frá öll­um mál­um sem tengj­ast kosn­ing­un­um í nóv­em­ber árið 2016, m.a. öllu er snert­ir rann­sókn­ina á af­skipt­um Rússa. Það gerði hann í kjöl­far þess að upp komst að hann hafði ekki sagt þing­inu frá því að hann hefði tvisvar sinn­um fundað með sendi­herra Rúss­lands meðan á kosn­inga­bar­átt­unni stóð. Sú ákvörðun mun ekki hafa lagst vel í forsetann og hafa sögusagnir gengið síðan um að hann vilji reka dómsmálaráðherrann.

Þannig hefur Reince Priebus, sem gegndi starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins þar til síðasta sumar, sagt að hann hafi ítrekað þurft að sannfæra Donald Trump um að reka ráðherrann ekki.

Brad Parscale er kosningastjóri Trump. Hann sá um stafræna miðla …
Brad Parscale er kosningastjóri Trump. Hann sá um stafræna miðla kosningabaráttunnar árið 2016. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert