Alls 190 farþega saknað

Örvæntingafullir ættingjar bíða nú eftir fréttum við bakka Tobavatns.
Örvæntingafullir ættingjar bíða nú eftir fréttum við bakka Tobavatns. AFP

Talið er að fjöldi farþega sem saknað er eftir að ferja sökk í Tobavatni á Samatraeyju í Indónesíu á mánudag, sé nú orðinn 190 manns. Talan hækkaði úr 130 í nótt þegar sífellt fleiri ættingjar tilkynntu að ástvina þeirra væri saknað.

Ferjan hafði einungis leyfi til að sigla með 60 manns, sem er tæplega þriðjungur farþega um borð þegar ferjan fórst. Óttast er að stór fjöldi farþega hafi fests inni í ferjunni þegar hún sökk. Tobavatn er eitt dýpsta vatn í heimi og vinsæll staður á meðal ferðmanna, sérstaklega um þessar mundir þar sem íslamska Eid hátíðin stendur nú yfir.

Aðeins átján eftirlifendum hefur verið bjargað upp úr vatninu og fór björgun þeirra fram innan fárra klukkustunda eftir að ferjan sökk. Yfirvöld á svæðinu segja að starfsmenn bátarins hafi ekki gefið farþegum neina miða og því sé ómögulegt að vita hverjir voru um borð. Fyrr í morgun hófu kafarar leit í vatninu og leitast nú eftir því að staðsetja ferjuna.

Frá björgunaraðgerðunum.
Frá björgunaraðgerðunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert