Leggja tolla á gallabuxur og viskí

Cecilia Malmstrom.
Cecilia Malmstrom. AFP

Evrópusambandið mun opinbera mótvægisaðgerðir sínar í tollaálagningu á vörur frá Bandaríkjunum á föstudag. Tollarnir munu meðal annars ná til blárra gallabuxna, mótorhjóla og bourbon-vískís.

BBC greinir frá því að innflutningstollarnir séu mótsvar við tollum bandaríkjanna á stál og ál frá ríkjum Evrópu, Kanada, Mexíkó og fleiri. Cecilia Malmstrom, framkvæmdastjóri viðskiptamála innan ESB, sagði sambandið ekki vilja vera í þessari stöðu en að það hefði engra annarra kosta völ í kjölfar einhliða og óréttmætrar ákvörðunar Bandaríkjanna.

Trönuber, appelsínusafi, maís og hnetusmjör eru meðal annars varnings frá Bandaríkjunum sem á verða settir innflutningstollar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert