Pútín missti af leiknum

Pútín opnaði mótið í síðustu viku og fylgdist með opnunarleiknum. …
Pútín opnaði mótið í síðustu viku og fylgdist með opnunarleiknum. Hann var hins vegar fjarri góðu gamni í gær. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, horfði ekki á viðureign Rússa og Egypta sem fór fram í gær á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, en Rússar lögðu Egypta óvænt með 3-1 sigri. Forsetinn var í flugvél á leið frá Minsk til Moskvu og hafði því ekki tök á því að horfa. Talsmaður  hans segir hann þó hafa brugðist mjög vel við sigrinum, líkt og samlandar hans hans.

„Hann fékk upplýsingar um úrslitin um leið og vélin lenti. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur öll og mjög ánægjulegt. Auðvitað er forsetinn líka glaður,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, í samtali við blaðamenn.

Rússar þóttu ekki líklegir til að vinna leikinn, enda Egyptar með sterkt lið. Með sigrinum tryggðu þeir sér sæti í 16 liða úrslitum, í fyrsta skipti eftir fall Sovétríkjanna.

Rússar hafa skorað átta mörk í tveimur leikjum, en þeir lögðu Sádi-Arabíu með 5-0 í opnunarleik mótsins. Liðið á enn eftir einn leik í A-riðli gegn Úrúgvæ sem tvisvar hefur hampað heimsmeistaratitlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert