Var að undirbúa efnavopnaárás

Maðurinn var handtekinn í síðustu viku.
Maðurinn var handtekinn í síðustu viku. AFP

Karlmaður frá Túnis sem þýska lögreglan handtók í síðustu viku, og hafði í fórum sér banvæna eitrið rísín ásamt búnaði til sprengjugerðar, var að undirbúa efnavopnaárás, að sögn yfirmanns ríkislögreglunnar í Þýskalandi. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Við höfum haldbærar sannanir fyrir því að undirbúningur fyrir árás með eiturefnasprengju hafði átt sér stað, sem hefði verið sú fyrsta sinnar tegundar í Þýskalandi,“ sagði yfirmaðurinn í samtali við fréttamann ARD sjónvarpsstöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert