yfir 450 dauðsföll vegna of sterkra verkjalyfja

Sjúklingarnir létust eftir að þeim voru gefin sterk verkjalyf í …
Sjúklingarnir létust eftir að þeim voru gefin sterk verkjalyf í of miklu magni. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Yfir 450 sjúklingar létu lífið á Gosport War Memorial sjúkrahúsinu á Englandi á árunum 1989 til 2000 eftir að þeim voru gefin sterk verkjalyf að óþörfu og í of miklu magni. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem óháð nefnd lét gera á dauðsföllum á sjúkrahúsinu. Gera má ráð fyrir að allt 200 sjúklingar til viðbótar hafi hlotið sömu örlög en einhverjar skýrslur vantar. BBC greinir frá.

Læknirinn Jane Barton skrifaði upp á verkjalyf á sjúkrahúsinu í rúm tólf ár. Í skýrslu nefndarinnar segir að það hafi verið stefna stofnunarinnar að skrifa upp á og gefa hættulegt magn af lyfjum sem ekki sé hægt að réttlæta með læknisfræðilegum hætti.

Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að læknirinn sem skrifaði upp á lyfin hafi ekki komið beint að umönnun sjúklingana þá sýni gögn fram á það að yfirmenn sjúkrahússins hafi verið meðvitaðir um hvernig verkjalyfin voru notuð, án þess að grípa inn í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert