Tala látinna komin yfir þúsund

Heildarfjöldi þeirra sem hafa farist á Miðjarðarhafinu á þessu ári …
Heildarfjöldi þeirra sem hafa farist á Miðjarðarhafinu á þessu ári á leið sinni til Evrópu er kominn yfir þúsund manns. AFP

Yfir 200 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbýu í norðurhluta Afríku það sem af er þessari viku. Þar með er heildarfjöldi þeirra sem hafa farist á Miðjarðarhafinu á þessu ári á leið sinni til Evrópu kominn yfir þúsund manns.

Í tilkynningu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi dauðsfalla sé mikið áfall og kallar stofnunin eftir að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll.

Þrjú mismunandi atvik leiddi til dauða flóttamannanna í vikunni. Á þriðjudag hvolfdi trébát með yfir 100 manns undan strönd Líbýu, en aðeins fimm lifðu af. Sama dag sökk gúmmíbátur með um 130 flóttamönnum á svipuðum slóðum. 60 var bjargað af fiskveiðimönnum sem voru við veiðar á svæðinu.

Á miðvikudag greindi hópur fólks sem tókst að komast yfir hafið að um 50 manns sem voru í sama hópi drukknuðu áður en strandgæslumenn frá Líbýu náðu að koma þeim til bjargar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert