Mögulegt verkfall á norskum flugvöllum

Veruleg hætta er á að verkföll verði á flugvöllum í Noregi frá 29. júní náist ekki að semja í dag milli stéttarfélaga og Avinor, sem annast flugvallarekstur í Noregi. Þetta kemur fram í umfjöllun Dinside.

Vegna deilna um lífeyrisréttindi getur farið svo að 196 félagsmenn Norsk Tjenestemannslag og 44 félagsmenn Delta fari í verkfall frá klukkan 10 föstudaginn 29. júní.

„Þetta verkfall tekur fyrst og fremst mið af því að hafa áhrif á atvinnurekanda, okkur þykir miður að þetta mun einnig hafa áhrif á þriðja aðila,“ segir varaformaður Delta, Lizzie Ruud Thorkildsen.

Starfsmenn sem fara í verkfall eru á eftirfarandi flugvöllum:

  • Alta-flugvöllur
  • Harstad/Narvik-flugvöllur
  • Haugesund-flugvöllur
  • Honningsvåg-flugvöllur
  • Rørvik-flugvöllur
  • Sandane-flugvöllur
  • Sandnessjøen-flugvöllur
  • Sola-flugvöllur við Stavanger
  • Svolvær-flugvöllur
  • Gardermoen flugvöllur (Ósló)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert