Forsetanum forðað eftir sprengingu

Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. AFP

Emmerson Mnangagwa forseti Simbabve komst lífs af eftir sprengingu sem varð á íþróttaleikvang þar sem flokkur hans, ZANU-PF, var með kosningafund í dag. Talsmaður forsetans segir að hann hafi verið flutt í forsetabústaðinn í Bulawayo. 

Talsmaðurinn segist óttast að um árás hafi verið að ræða og að segir að sprengingin hafi verið skammt frá þeim stað þar sem fyrirmenni héldu til á leikvanginum.

Í frétt BBC segir að þúsundir stuðningsmanna forsetans hafi verið saman komnir á leikvanginum. 

Engar fréttir hafa enn borist af mannfalli en ljóst þykir að einhverjir hafi særst. Mikil örvænting greip um sig er sprengingin varð og troðningur myndaðist á leikvanginum. 

Forsetakosningar fara fram í landinu þann 30. júlí. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem fara fram frá því að Robert Mugabe tók við völdum fyrir 37 árum. Hann var hrakinn frá embættinu í nóvember og sakaður um spillingu. 

Mnangagwa hefur heitið réttlátum kosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert