Hafa handtekið sex

Að minnsta kosti tveir létust í handsprengjuárásinni sem gerð var á útifundi í höfuðborg Eþíópíu í gær. Nýr forsætisráðherra landsins var við það að ljúka við ræðu sína er árásin var gerð. Heilbrigðisráðherra landsins tilkynnti í dag að tveir hefðu nú látist. „Ég votta fjölskyldum og vinum hinna látnu einlæga samúð mína sem og öllum Eþíópíumönnum.“

Samkoman var haldin á torgi í Addis Ababa og þar voru þúsundir saman komnar til að hlýða á ræðu Abiy Ahmed forsætisráðherra. 

Um 150 manns slösuðust í miklum troðningi sem varð í kjölfar sprengingarinnar. Lögreglan hefur handtekið sex manns í tengslum við árásina. Enginn hópur hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Þúsundir voru saman komnar á torginu þar sem árásin var …
Þúsundir voru saman komnar á torginu þar sem árásin var gerð í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert