Norskur slökkviliðsmaður lést í skógareldi

Norsk slökkviþyrla við störf fyrr í sumar. Myndin er úr …
Norsk slökkviþyrla við störf fyrr í sumar. Myndin er úr safni. Mynd: Torgeir Are Sortehaug

Slökkviliðsmaður sem mætti á vettvang skógarelds í gærnótt í sveitarfélaginu Nes í Akershus-fylki, norðaustur af Ósló, varð fyrir einhvers konar heilsutjóni í baráttunni við að ráða niðurlögum eldsins og lést í dag á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló þangað sem hann var fluttur með hraði í gærnótt.

„Lögreglan getur staðfest að það varð slys í gær [aðfaranótt laugardags] þar sem reynt var að slökkva skógareld. Lífgunartilraunir voru gerðar á staðnum og maðurinn fluttur á sjúkrahús en ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans,“ segir Kari Monsen hjá austurumdæmi lögreglunnar í samtali við dagblaðið VG.

Viðbragðsaðilar, lögregla og slökkvilið, hafa varist allra frétta af því hvað það nákvæmlega var sem gerðist á vettvangi skógareldsins sem er einn 1.400 skógarelda sem kviknað hafa í Noregi í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið nokkuð óslitið síðan í maí.

„Hann varð ekki fyrir skaða af völdum eldsins, það var ekki þannig sem það gerðist. Hann varð fyrir einhvers konar bráðatilfelli, við höfum bara ekki allar staðreyndir uppi á borðinu,“ segir John Arne Karlsen, sem fer með stjórn slökkviliðsins á svæðinu, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann segir slökkviliðið vera í góðu sambandi við fjölskyldu hins látna auk þess sem nánustu samstarfsmönnum hans sé vel sinnt og þeim veitt sú aðstoð sem frekast er möguleg.

Aðrar fréttir en þær sem vísað hefur verið í:

Frá Aftenposten

Frá Dagbladet

Frá TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert