Þjóðverjar taka á móti hluta flóttamannanna

Þjóðverjar taka á móti 50 þeirra 450 flóttamanna sem eru …
Þjóðverjar taka á móti 50 þeirra 450 flóttamanna sem eru um borð í tveimur skipum Frontex. Frakkland og Malta höfðu boðist til að taka á móti 50 flóttamönnum hvort. Ljósmynd/Frontex

Þýskaland ætlar að taka á móti fimmtíu þeirra 450 flóttamanna sem eru um borð í tveimur landamæragæsluskipa Evrópusambandsins. Fylgja Þjóðverjar þar með fordæmi Frakklands og Möltu sem höfðu boðist til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum hvort.

Ítalir óskuðu eftir því á laugardag að Evrópusambandsríkin tækju á móti einhverjum flóttamannanna sem eru um borð í Frontex-skipunum undan ströndum Ítalíu.

Sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, á Facebook á laugardag að Frakkland og Malta ætluðu að ríða á vaðið og önnur ríki myndu fylgja á eftir en hann hafði þá verið í sambandi við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna og meðal annars minnt þá á samkomulag sem þeir gerðu með sér í júní um að deila þyrfti byrðinni af tíðum straum flóttamanna til Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert