Blaðamaður fjarlægður af fundinum í Helsinki

Blaðamaður The Nation var fjarlægður af blaðamannafundi Donald Trump og …
Blaðamaður The Nation var fjarlægður af blaðamannafundi Donald Trump og Vladimir Pútín í Helsinki. AFP

Órói skapaðist við upphaf blaðamannafundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta sem stendur nú yfir í forsetahöllinni í Helsinki þegar mótmælandi var dreginn út úr salnum þar sem fundurinn fer fram. 

Samkvæmt blaðamanni CNN höfðu öryggisverðir beðið manninn um að yfirgefa salinn sem hann gerði á friðsamlegan hátt. Hann kom þó aftur inn í salinn með handskrifað skilti sem á stóð „samningur um bann á kjarnorkuvopnum“. Þá var maðurinn þvingaður til að yfirgefa salinn. 

Samkvæmt vef Guardian er maðurinn bandarískur blaðamaður frá tímaritinu The Nation. 

Blaðamannafundur leiðtoganna tveggja stendur nú yfir.
Blaðamannafundur leiðtoganna tveggja stendur nú yfir. AFP

Skömmu eftir að maðurinn var fjarlægður úr salnum hófst blaðamannafundurinn, talsvert seinna en áætlað var. Hann stendur nú yfir. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert