Kona í Marseille grunuð um dýraníð

Dýrin fundust í íbúð í Marseille.
Dýrin fundust í íbúð í Marseille. AFP

Lögregla og dýraverndunarsamtök í Marseille í Frakklandi greindu frá því í dag að þau höfðu fundið vannærða ketti og hunda í íbúð í borginni. Auk þess fundu þau tvo dauða hunda sem höfðu verið brenndir.

Þrír vannærðir hundar og kettir og fundust í búrum í íbúðinni en brenndu hundarnir voru í kassa, samkvæmt lögreglu.

Konu í kringum tvítugt var sleppt eftir að hún var yfirheyrð, grunuð um grimmt gegn dýrum. Samkvæmt dýraverndunarsamtökunum höfðu dýrin ekki aðgang eða mat eða vatni. 

Konan viðurkenndi að hafa brennt hundana en sagðist ekki hafa drepið þá. Dýraverndunarsamtökin fluttu vannærðu dýrin úr íbúðinni og heita því að láta þá sem bera ábyrgð á dýraníðinu svara til saka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert