Lýtalæknir handtekinn eftir flótta

Læknirinn Denis Furtado hefur lengi verið umdeildur en engu að …
Læknirinn Denis Furtado hefur lengi verið umdeildur en engu að síður verið mjög vinsæll lýtalæknir. Skjáskot/YouTube

Brasilíska lögreglan hefur nú handtekið vinsælan lýtalækni, sem þekktur er fyrir rassastækkanir, eftir að sjúklingur hans lést aðeins nokkr­um tím­um eft­ir að hafa geng­ist und­ir aðgerð á heim­ili lækn­is­ins í Rio de Jan­eiro.

Læknirinn Denis Furtado, sem er þekktur í heimalandi sínu sem dr. Bumbum, flúði eftir að sjúklingurinn lést. Hann var síðan handsamaður fjórum dögum síðar í Rio de Janeiro eftir að lögreglu barst nafnlaus ábending um dvalarstað hans.

Li­li­an Qu­ezia Calixto lést aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að hafa geng­ist und­ir rassas­tækk­un á heim­ili læknisins í Barra de Tijuca-hverf­inu. Calixto hafði ferðast um 2.000 kíló­metra leið til að hitta lækn­inn sem vin­sæll er meðal fræga fólks­ins í Bras­il­íu. Eft­ir að hafa verið sprautuð með um­deildu efni, sem m.a. inni­held­ur akrýl­húðað fylli­efni, fór henni hins vegar að líða illa. 

Hún fór á sjúkra­hús og þegar þangað var komið var hún með mjög öran hjart­slátt og of­andaði. Hún fékk í kjöl­farið fjór­um sinn­um hjarta­áfall og lést. 

Furtado á nú morðákæru yfir höfði sér. Móðir hans var einnig handtekin í tengslum við málið og er sökuð um að vera vitorðsmaður hans. Áður hafði kær­asta hans, sem sögð er aðstoða hann í aðgerðunum, verið hand­tek­in.

Lögfræðingur Furtados sagði á miðvikudag að hann væri saklaus, en að hann hefði ekki gefið sig fram við lögreglu af því að hann hefði fyllst ofsahræðslu.

Fur­ta­do var sagður geta gert „töfr­andi“ breyt­ing­ar á líköm­um kvenna, sér­stak­lega á rassi þeirra. Hann var orðinn mjög þekkt­ur í heimalandi sínu fyr­ir þessa sér­stöðu sína. Hann er 45 ára gam­all og er með um 650 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram. Í myndbandi sem hann birti á Instagram í gær sagði hann dauða Calixto hafa verið slys. Hann hefði framkvæmt 9.000 sambærilegar aðgerðir og þær væru löglegar í Brasilíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert