Salat sýkir Bandaríkjamenn

McDonald's
McDonald's AFP

Alls hafa 163 Bandaríkjamenn í tíu ríkjum greinst með sýkingar í meltingarfærum sem talið er að séu til komnar vegna saurmengaðs káls á veitingastöðum McDonad's.

Bandaríska lýðheilsustofnunin segir að sníkjudýra, sem nefnast cyclospora cayetanensis, hafi orðið varð vart í salati á um 3.000 McDonald's-stöðum.

McDonald's hefur brugðist við með því að skipta um salatbirgja og í yfirlýsingu frá lýðheilsustofnuninni segir að líklega stafi neytendum ekki hætta af salatinu nú.

Cyclospora cayetanensis er sýkill sem getur spillt mat og vatni með hægðum sínum. Þær geta valdið þarmaveiki, sem kölluð cyclosporiasis, en einkenni hennar koma jafnan ekki fram fyrr en um viku eftir inntöku. Meðal þeirra er niðurgangur, klígja og magakrampar. Sýkingin er þó ekki lífshættuleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert