Sautján drukknuðu þegar bát hvolfdi

Frá leit björgunarsveita í gærkvöldi.
Frá leit björgunarsveita í gærkvöldi. AFP

Sautján drukknuðu þegar ferðamannabát með 31 farþega innanborðs hvolfdi á stöðuvatni í Missouri-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Börn eru á meðal hinna látnu en vonskuveður var þegar slysið átti sér stað.

Báturinn var hjólabátur og var hægt að nota hana til aksturs á landi og einnig til siglinga. Samkvæmt yfirvöldum á svæðinu var mikill vindur þegar bátnum hvolfdi en þá var hann á leið til lands.

Þeir sem létust voru á aldrinum eins til 70 ára en á meðal þeirra var skipstjórinn.

Slysið er til rannsóknar en meðal þess sem er athugað er hvort áhöfn bátsins vissi að veðurspáin var slæm og einnig hvort farþegar hafi verið í björgunarvestum.

„Eftir því sem ég veit best þá voru björgunarvesti í bátnum,“ sagði lögreglustjórinn Doug Rader.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert